Býlið

Fjarðarsel var hjáleiga jarðarinnar Fjarðar sem var landnámsjörð Bjólfs. Seyðisfjarðarkaupstaður, sem er í rúmlega eins km fjarlægð, er einnig í landi Fjarðar. Í Fjarðarseli var stundaður hefðbundinn búskapur um aldir með sauðfé, kýr og hross.

Á seinni hluta 19. aldar færðist mjög í vöxt að fólk sem átti erindi til Seyðisfjarðar hefði þar viðkomu og margir gistu þar áður en þeir lögðu á Fjarðarheiði. Öllum var vel tekið enda húsráðendur annálaðir fyrir gestrisni og höfðingsakap. En á þeim tíma tíðkaðist ekki að taka greiðslu í ferðaþjónustu. Hún flokkaðist undir sjálfsagðan beina og fyrir bragðið léttist pyngja bóndans við gestaganginn fremur en hið gangstæða.

Þekktasti íbúi Fjarðarsels var Guðný Tómasdóttir sem var ein af sögukonum Sigúsar Sigfússonar þjóðsagnasafnara. Hún náði 97 ára aldri og lifði öll börn sín, sem urðu átta talsins, og báða eiginmenn.

RARIK

Fjarðarselsvirkjun