Orkusala

Á þessum tíma gátu menn valið milli hemla og mæla við kaup á raforku fyrir heimili sín. Flestir völdu hemlana sem voru einfaldari að gerð. Ef raforkunotkunin fór upp fyrir tiltekið hámark gáfu þeir frá sér viðvörunarhljóð og rufu síðan strauminn. Flest fyrirtæki og sum heimili kusu að fá orkusölumæla. Þau greiddu fyrir þá orku sem þau notuðu skv. álestri, eins og nú tíðkast.

Rafmagnið var einungis notað til lýsingar fyrst um sinn. En fljótlega var farið að nota það einnig til eldunar og húsahitunar. Að vísu var spenna oft lág í skammdeginu þegar vatn var lítið í Fjarðará. En húsmæður höfðu lag á að dreifa notkuninni við suðu og bakstur og nýta þannig orkuna sem best. Möguleikar til húsahitunar komu að sérlega góðum notum í heimsstyrjöldunum tveimur, þegar kolaverð margfaldaðist. Mest virði var þó rafmagnið fyrir atvinnulífið. Það sem fyrir var efldist og nýir möguleikar opnuðust.

RARIK

Fjarðarselsvirkjun