Fyrir 90 ára afmælið 2003 ákvað RARIK að leggja áherslu á það vægi sem virkjunin hefur í raforkusögu landsins og hafa hana til sýnis fyrir innlenda og erlenda gesti. Í því skyni var sett upp minjasýning í stöðvarhúsinu og stöðvarhúsið og næsta nágrenni lagfært. Nokkrum árum áður var virkjunarsvæðið endurskipulagt. Nálægð virkjunarinnar við Seyðisfjörð eykur einnig gildi hennar fyrir bæjarbúa og til dæmis eru hvammurinn og gilið hluti af útivistarsvæði Seyðfirðinga.

Sýningin "Fyrrum var í Fjarðarseli" verður opin virka daga í sumar frá 11. júní til 15. ágúst.
Nánar upplýsingar veitir Jón Magnússon fyrrverandi rafveitustjóri á Seyðisfirði, sem hefur umsjón með minjasýningunni.

   
RARIK

Fjarðarselsvirkjun